Dagskrá deildarkeppni á keppnistímabilinu 2019-2020 hefur nú verið birt á heimsíðu KLÍ.
Keppnin hefst að venju á keppni í Meistarakeppni KLÍ sem fer fram sunnudaginn 15. september n.k.
Þar keppa Íslandsmeistararnir ÍR-TT og ÍR-PLS á móti bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum og KFR-Grænu töffurunum.
Keppni á Íslandsmóti liða hefst svo mánudaginn 16. september kl. 19:00 á keppni í 1. og 2. deild kvenna og 3. deild karla
og þriðjudaginn 17. september kl 19:00 í 1. og 2. deild karla.
Sjá nánari dagskrá á heimsíðu KLÍ