Æfingar á vorönn 2018

Í dag 3. janúar hefjast aftur æfingar ungmenna ÍR í keilu á vorönn 2018. Sem fyrr er skipt upp í Grunn- og Framhaldshóp óháð aldri. Bent er á að iðkendur þurfa að skrá sig á önnina í gegn um Nóra en slóð að skráningu má finna hér.

Við tökum vel á móti nýjum iðkendum í Grunnhóp á þriðjudögum og fimmtudögum. Áhugasamir eru velkomnir að kíkja á æfingar í 2 til 3 vikur og prófa. Allar æfingar nema hjá ÍR ungum fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll og eru tímar sem hér segir:

  • Grunnhópar æfa á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17 til 18
    Þjálfarar eru Guðmundur K og Jóhann Ág
  • Framhaldshópar æfa á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17 til 18:30
    Þjálfarar eru Stefán Claessen og Þórarinn Már
  • ÍR ungar eru síðan á mánudögum og miðvikudögum í Austurbergi frá kl. 16 til 17
    Þjálfarar eru Þórarinn Már og Erlingur

Keila er íþrótt sem hentar strákum og stelpum á öllum aldri. Í keilu er bæði hægt að æfa og keppa sem einstaklingur og einnig í liðakeppnum. Keila er ekki líkamlega erfið íþrótt en hún er tæknileg og á æfingum er leitast við að iðkendur vinni í því að vera einbeittir og meðvitaðir um hreyfigetu í keilu.

IR_Ungmenni

X