Kamila Buraczewska varð í þriðja sætið í kata 16-17 ára stúlkna á Íslandsmeistaramóti unglinga í Smáranum sunnudaginn 15. apríl. Hún var eini keppandinn frá karatedeild ÍR í unglingaflokki sem komst á verðlaunapall, en fimm unglingar frá deildinni tóku þátt í einstaklingskata og skipuðu eitt hópkatalið. Keppendur á mótinu voru áttatíu og sjö frá tíu félögum.
Branka Alexandersdóttir útskrifaðist um helgina sem fyrsti karatedómari ÍR í kata sem kemur úr iðkendahópi deildarinnar. Að loknu skriflegu prófi, stóðst hún verklegt próf sem dómari á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata 2018. Hún er ein af sjö dómurum sem útskrifuðust með B-réttindi í kata á dómaranámskeiði sem haldið var af Karatesambandi Íslands.