Karatedeild ÍR varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari í kata barna á Íslandsmeistaramótinu 2018 sem haldið var í Smáranum laugardaginn 14. apríl s.l. Félagið var með yfirburði í stigafjölda í heildarkeppni félagsliða, samtals 41 stig og fékk sex Íslandsmeistaratitla af níu mögulegum, fjóra í einstaklingskeppni og tvo í hópkata. Félagið hlaut einnig sex silfurverðlaun, fjögur í einstaklingskeppni og tvö í hópkata og fimm bronsverðlaun, eitt í hópkata og þrjú í einstaklingskeppni. Á Íslandsmeistaramótið mættu ellefu félög til leiks með samtals 156 keppendur á aldrinum sex til ellefu ára. Keppendur frá ÍR voru tuttugu og fjórir, þeir kepptu í einstaklingskeppni og skipuðu átta hópkatalið. Þjálfari karatedeildar ÍR er Vicente Carrasco, hann hefur margra ára reynslu í karateþjálfun.
Íslandsmeistarar í kata barna 2018 frá karatedeild ÍR:
Sóley Rós Sæmundsdóttir Íslandsmeistari 8 ára.
Adam Ómar Ómarsson Íslandsmeistari barna 9 ára.
Dunja Dagný Minic Íslandsmeistari barna 10 ára.
Karen Ai Vi Ngo Íslandsmeistari barna 11 ára.
Dunja Dagný Minic, Mía Duric, Trixi Hannah Tngot
Íslandsmeistarar í hópkata barna 10-11 ára.
Sóley Rós Sæmundsdóttir, Þorleifur Gunnar Wernesson, Boris Jackiewicz
Íslandsmeistarar í hópkata barna 9 ára og yngri.
Úrslit frá Íslandsmeistaramóti barna 2018