Aron Anh vann til silfurverðlauna á Finnish Open Cup 2018 graphic

Aron Anh vann til silfurverðlauna á Finnish Open Cup 2018

09.09.2018 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Finnish Open Cup 2018 var haldið í Helsinki laugardaginn 8. september s.l., það er sterkt bikarmót í  kata. Keppendur voru um  270 talsins frá tólf löndum, þar á meðal íslenska landsliðið í kata sem náði góðum árangri. Þátttaka landsliðsins er liður í undirbúningi fyrir Smáþjóðamót í karate sem haldið verður í San Marínó 28. og 29. september n.k., og einnig fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Tampere í Finnlandi 24. nóvember n.k.. Þrír landsliðsmenn komust í úrslit og unnu til silfurverðlauna, það voru: Aron Anh frá ÍR, Svana Katla og Móey María frá Breiðabliki. Í lok ferðar sótti íslenska landsliðið ásamt íslenska landsliðsþjálfaranum Helga Jóhannessyni æfingu með finnska landsliðinu undir stjórn landsliðsþjálfara Finna, þeim Pasi og Mika.

Í katalandsliði Íslands voru:

Aron Anh Huynh, ÍR
Aron Bjarkason, Þórshamar
Elías Snorrason, KFR
Móey María Sigþórsdóttir McClure, Breiðablik
Oddný Þórarinsdóttir, Afturelding
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Þórður Jökull Henrysson, Afturelding

41438870_10217516514848493_8784754879777210368_n

Myndir: Helgi Jóhannesson

 

Frétt frá KAÍ: http://kai.is/2018/09/09/thrju-silfur-hja-karatefolki-a-finnish-open-cup/

Úrslit:  https://www.sportdata.org/karate/set-online/popup_main.php?popup_action=results&vernr=3713&active_menu=calendar

X