Aron með silfur í kata á ÍM fullorðinna 2018

Aron Anh Ky Huynh, Elías Snorrason, Aron Bjarkasson og Elías Þór Traustasson.

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata 2018 var haldið laugardaginn 3. mars s.l. í Fylkisselinu. Til leiks mættu 24 keppendur, allt besta karatefólk landsins. Keppt var í kata karla og kvenna, ásamt hópkata.

Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatedeild Breiðabliks, varð Íslandsmeistari í kata kvenna fjórða árið í röð og Elías Snorrason, Karatefélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í kata karla. Það er í fimmta sinn sem hann verður Íslandsmeistari á síðustu átta árum.

í úrslitum í kata karla mættust Elías og Aron Anh Ky Huynh, karatedeild ÍR sem var ríkjandi Íslandsmeistari. Var viðureign þeirra mjög jöfn, 3-2 að mati dómara. Þess má geta að Aron keppti í fyrsta sinn í flokki fullorðinna á síðasta ári.

úrlsit frá ÍM fullorðinna 2018

Á myndinni eru: Aron Anh Ky Huynh, Elías Snorrason, Aron Bjarkasson og Elías Þór Traustasson.

Mynd: ÍR-karate
X