Íþróttafélag Reykjavíkur

Landsliðsþjálfarinn í kata, Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, valdi sex keppendur til að taka þátt fyrir hönd Íslands á Swedish Kata Trophy í Stokkhólmi 10. mars síðastliðinn. Mótið er eitt af stærstu katamótum í norður Evrópu með mjög sterkum keppendum. Keppendur í íslenska landsliðinu í kata á mótinu voru Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðabliki, Elías Snorrason, Karatefélagi Reykjavíkur, Aron Ahn Ky Huynh, karatedeild ÍR, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðabliki, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðabliki og Aron Bjarkason, Þórshamri.

Okkar fremsti karatemaður, Aron Anh Ky Huynh, var eini keppandinn í íslenska landsliðinu sem lenti í verðlaunasæti. Aron keppti í afar sterkum 23 manna flokki fullorðinna ásamt Elíasi Snorrasyni og Aroni Bjarkasyni. Í fyrstu viðureign keppti Aron Anh við Khai Truong frá Svíþjóð, sem sigraði á mótinu í þessum flokki. Viðureign þeirra var mjög jöfn og fór 2-3 fyrir Khai. Aron Anh fékk uppreisn og  vann þá Jan Nyberg frá Finnlandi 5-0 og þar á eftir Saku Virtanen frá Finnlandi 3-2 og lenti þar með í þriðja sæti í flokki fullorðinna. Þetta er fyrsta árið sem Aron keppir í fullorðinsflokki, en hann keppti á síðasta ári í unglingaflokki á Swedish Kata Trophy 2017 og vann til silfurverðlauna.

IMG_1396

Íslenska landsliðið sótti námskeið í kata með Shito Ryu þjálfaranum Mie Nakayama, sem haldið var í tengslum við mótið. Hér er Aron að taka við verðlaunum úr hendi Mie Nakayama, en hún er þrefandur heimsmeistari í karate frá árunum 1982, 1984 og 1986.

Úrslit frá swedish kata trophy 2018

Á forsíðumynd eru:

Íslensku þátttakendurnir ásamt Mike og Pasy landsliðsþjálfurum Finnlands og Karen landsliðsþjálfara Svíþjóðar fyrir miðju.

Myndir: Valgerður Helga Sigurðardóttir.
X