Fyrstu Bikar- og Grandprix-mót KAÍ 2018 graphic

Fyrstu Bikar- og Grandprix-mót KAÍ 2018

27.02.2018 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Fyrstu Bikar- og Grandprix-mót KAÍ 2018 voru haldinn sunnudaginn 25. febrúar í Fylkisselinu í Norðlingaholti. Bikarmót KAÍ er mótaröð fyrir keppendur 16 ára og eldri, en Grandprix-mótaröðin er fyrir 12-17 ára keppendur. Haldin eru tvö mót að vori og tvö að hausti. Keppt er í báðum keppnisgreinum í karate, kata og kumite. Þátttakendur  safna stigum í keppni, fyrir 1. sæti eru gefin 10 stig, fyrir 2. sæti 8 stig, fyrir 3. sæti eru gefin 6 stig, 4. sæti 5 stig og 5. sæti 3 stig.  Í lok árs er árangur í mótum hvorrar mótaraðar tekinn saman og er sá sem hefur flest stig krýndur Bikarmeistari eða Grandprix meistari ársins 2018.

Á Bikarmótinu sem haldið var fyrir hádegi, voru samtals 20 keppendur frá 7 félögum í báðum keppnisgreinum í flokki karla og kvenna.  Tveir keppendur  frá karatedeild  ÍR tóku þátt, þau Aron Anh sem keppti í kata og Kamila í kumite.

Sjá úrslit hér: Úrslit frá fyrsta bikarmóti KAÍ 2018

Á Grandprix-mótinu sem haldið var eftir hádegi, voru 80 keppendur frá 10 félögum. Þar var keppt í báðum keppnisgreinum í 13 flokkum stelpu og stráka skipt eftir aldri. Keppendur frá karatedeild ÍR voru sex,  Wiktoría (14-15 ára) og Lezek (14 ára)  kepptu í kumite, en Natalía (12 ára), Zofía (13 ára) og Jónas (12 ára) kepptu í kata. Kamila sem keppir bæði í unglinga- og fullorðinsflokki þetta árið, keppti bæði í kata og kumite (16-17 ára).

Sjá úrslit hér: Úrslit Grandprixmót KAÍ 2018

Mynd: ÍR karate
X