Fimmtudaginn 8. desember fengu íþróttafólk og íþróttalið Reykjavíkur viðurkenningar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Við sama tilefni fengu góðir sjálfboðaliðar viðurkenningar.
ÍR býr svo vel að hafa í liði sínu fjölmarga öfluga og frábæra sjálfboðaliða og verður þeim sjaldan nógu vel þakkað.
Frá ÍR fengu eftirfarandi sjálfboðaliðar viðurkenningu frá Borginni:
- Þráinn Hafsteinsson, frjálsar
- Kristinn H. Gíslason, skíði
- Kristín Aðalsteinsdóttir, handbolti
Frábært þetta! og þakkar félagið þeim enn og aftur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.