Hafdís lagði stund á félags- og kynjafræði og er einnig með diploma í rekstrar- og viðskiptafræði ásamt námi í markþjálfun. Fyrstu árin eftir háskólanám vann Hafdís hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík en lengst af hefur hún unnið í fjármála- og tryggingageiranum.
Vigfús Formaður ÍR : “Hafdís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu sem við teljum að henti vel inn í rekstur íR. Hún var síðast framkvæmdastjóri Þjónustu hjá VÍS og þar áður vann Hafdís hjá Arion banka í 18 ár m.a. sem útibússtjóri og í margvíslegum störfum þar sem rekstur, mannauðsmál og þjónusta við viðskiptavini var í forgrunni. Stjórn ÍR býður Hafdísi velkomna til starfa.”
Hafdís : “Ég hlakka mikið til að starfa fyrir ÍR enda búin að búa í Breiðholti nánast alla mina ævi og þekki hvað ÍR skipar stóran sess í Breiðholtssamfélaginu. Þó flest áhugamál mín tengist hreyfingu t.d. fjallgöngur, golf og gönguskíði þá hef ég ekki iðkað neina íþrótt hjá ÍR. Ég kem með sjónarhorn og reynslu úr atvinnulífinu sem ég held að gagnist inn í starfsemi ÍR og mér finnst íþróttaiðkun líka svo áhugaverð út frá því mikilvæga hlutverki sem íþróttastarf hefur í samfélaginu. Ég hlakka til að geta lagt mitt af mörkum til að efla ÍR og Breiðholtið “