Erlendur Ísfeld hóf störf sem rekstrarstjóri ÍR í senni hluta október.

Erlendur, sem ávallt er kallaður Elli, er uppalinn Breiðhyltingur og ÍR-ingur með blátt hjarta í gegn. Elli á konu og 3 börn, þar af eitt sem æfir með ÍR í dag. Lengst af hefur hann starfað í upplýsingatæknigeiranum en einnig hefur Elli starfað við þjálfun og í stjórnum innan ÍR. Það er félaginu mikill hvalreki að fá Ella til liðs við okkur á skrifstofunni og hefur hann komið inn af miklum krafti.

Við bjóðum Ella velkominn til starfa!

 

 

X