Minningarorð skíðadeildar um Val Pálsson og Helga Hallgrímsson

Að neðan eru birt minningarorð skíðadeildar ÍR um þá félaga Val Pálsson og Helga Hallgrímsson. 
Höfundur er Auður Björg Sigurjónsdóttir
“Valur Pálsson fyrrverandi formaður skíðadeildar ÍR og Helgi Hallgrímsson, einn af máttarstólpum skíðadeildarinnar létust með skömmu millibili.
Þeir voru góðir vinir og frændur sem gengu til liðs við Skíðadeild ÍR á sjötta áratugnum.
Valur var formaður deildarinnar árin 1976-1985. Á þeim árum var mikil uppbygging í Hamragili, skíðasvæði ÍR-inga.
Skíðalyftur reistar, skálinn endurbyggður, keyptur snjótroðari og þjónustuhús byggt.
Helgi stjórnaði öllum verklegum framkvæmdum sem voru miklar á þessum árum.
Allt þetta kallaði á ómælda sjálfboðavinnu. Það voru margar vinnustundirnar sem þeir félagar Valur og Helgi áttu í Hamragili.
Þeir létu sitt heldur ekki eftir liggja við að efla skíðaíþróttina sjálfa, unnu við skíðamót, tóku þátt í starfsemi Skíðasambandsins og Skíðaráðs Reykjavíkur.
Það má segja að ekki hafi verið haldið skíðamóti í Hamragili í fjölda ára án þess að Valur gegndi mótstjórahlutverki, en staður Helga var oftar en ekki að vera ræsir.
Eftir að þeir hættu í framvarða sveit deildarinnar var alltaf hægt að leita til þeirra. Enda reynslumiklir og ráðagóðir menn.
Það er ómetanlegt fyrir starfsemi eins og skíðadeildar ÍR að hafa notið krafta þessara jákvæðu, hressu og framsýnu manna.
Það var alltaf gaman að vera með þeim, hvort sem var í brasi við troðara, byggingu á lyftum, vinnu við skíðamót svo ekki sé nú talað um gleðistunda í skíðaferðum.
Félagar skíðadeildarinnar hugsa með hlýhug og þakklæti til Vals Pálssonar og Helga Hallgrímssonar og votta fjölskyldum þeirra samúð.”
X