Þorrablót ÍR haldið rafrænt að þessu sinni graphic

Þorrablót ÍR haldið rafrænt að þessu sinni

29.11.2020 | höf: ÍR

Hið mikilfenglega Þorrablót ÍR sem haldið er árlega verður að þessu sinni haldið með rafrænum hætti heima í stofu ÍR-inga vegna Covid-19.
Þorrablótsnefnd félagsins gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem kemur fram að framundan sé fordæmalaus skemmtun sem allir ÍR-ingar ungir sem aldnir ættu að hafa gaman af.
Blótað verður þann 16. janúar nk. með pompi og prakt – Áfram ÍR!
Yfirlýsing Þorrablótsnefndar:
“Við hjá ÍR látum ekki deigan síga á tímum Covid ?
Við ætlum með þinni hjálp að halda geggjað rafrænt þorrablót 16. janúar kl. 20.00 ??
Það verður sannkölluð veisla í öllu Breiðholtinu, partý í hverju húsi og bláa ÍR hjartað mun slá hratt þetta kvöld – allt samkvæmt reglum þríeykisins.
Bestu skemmtikraftar landsins munu mæta í ÍR hljóðverið þetta kvöld og skemmta ykkur í beinni útsendingu. Það verður fjöldasöngur, grín og glens, happdrætti og leikir. Auk þess verða skemmtiatriði frá deildum og liðsmönnum félagsins.
Við munum bjóða upp á gómsætan mat, þar sem hægt verður að velja um þorrabakka eða partýbakka og okkar frábæra íþróttafólk mun keyra matinn heim að dyrum í hverfinu.
Miðaverð á blótið með heimsendum mat er 5000 kr.
Þorrablótið hefur alltaf verið einn stærsti hverfisviðburður ársins en einnig ein stærsta fjáröflun félagsins og skiptist ágóðinn á milli deilda.
Fylgist með okkur hér á síðu þorrablótsisn til að fá nánari upplýsingar í aðdraganda viðburðarins og endilega deilið.
Áfram ÍR ?
X