ÍR-ingurinn Ívan Óli Santos var valinn í U16 landslið karla í fótbolta nú á dögunum en hópurinn tók þátt í UEFA Development Tournament sem fram fór í Króatíu 2. – 7. apríl.
Ísland mætti þar Króatíu, Austurríki og Bólivíu, en um er að ræða æfingamót á vegum UEFA.
Ívan var í byrjunarliði Íslands gegn Bólivíu og skoraði þar fyrsta mark leiksins í 3-0 sigri Íslands.
Strákarnir unnu því Bólivíu á mótinu en töpuðu 3-4 gegn Króatíu og 1-4 gegn Austurríki.