Fimm ÍR-ingar valdir í æfingahóp U-15 karla og U-15 kvenna í handbolta.

10.04.2019 | höf: ÍR

Fimm efnilegir ÍR-ingar voru valdir í æfingahóp U-15 karla og U-15 kvenna í handbolta. Einar Guðmundsson, þjálfari liðanna valdi hópana og var tilkynnt um valið á heimasíðu HSÍ þann 2. apríl sl. Hóparnir munu æfa saman um páskana.

ÍR á þrjá fulltrúa í U-15 hópi karla en það eru þeir Egill Skorri Vigfússon, leikstjórnandi og línumennirnir Björgvin Hlynsson og Skúli Ásgeirsson.

Í U-15 hópi kvenna voru þær stöllur Ísabella Schöbel Björnsdóttir, markvörður, og línumaðurinn Anna María Aðalsteinsdóttir fulltrúar ÍR.

 

ÍR óskar þeim innilega til hamingju með valið.

X