ÍR komið áfram í undanúrslitin graphic

ÍR komið áfram í undanúrslitin

02.04.2019 | höf: ÍR

ÍR-ingar eru komnir áfram í undanúrslitin í Dominos-deild karla í körfubolta eftir frábæra frammistöðu gegn Njarðvík í oddaleik liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar fögnuðu sigri 86:74 en þeir léku á alls oddi og voru með yfirhöndina allan leikinn. Þetta er þriðji sigurinn í röð gegn Njarðvík en ÍR lenti 2:0 undir í einvíginu.

Í undanúrslitunum mætir ÍR deildar- og bikarmeisturunum Stjörunni og hefjast undanúrslitin á fimmtudaginn og verður leikjaplanið eftirfarandi:

Stjarnan – ÍR

Leikur 1 – 4. apríl · Stjarnan-ÍR kl. 19:15

Leikur 2 – 8. apríl · ÍR-Stjarnan kl. 19:15

Leikur 3 – 12. apríl · Stjarnan-ÍR kl. 19:15

Leikur 4 – 15. apríl · ÍR-Stjarnan (ef þarf) Leiktími ákveðin síðar

Leikur 5 – 18. apríl · Stjarnan-ÍR (ef þarf) Leiktími ákveðin síðar

 

Við hvetjum alla ÍR-inga til að mæta og styðja strákana.

 

Ljós­mynd/Skúli B. Sig­urðsson (tekið af mbl.is)

X