Handboltalið og körfuboltalið ÍR berjast á erfiðum útivöllum

Föstudagskvöldið 13. apríl leika meistaraflokkar ÍR karla í handbolta og körfubolta mikilvæga leiki á sterkum útivöllum í úrslitakeppnum í hvorri grein.

Hanboltalið ÍR leikur gegn deildarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum kl. 18:30 í fyrsta leik í átta liða úrslitum Olísdeildarinnar. Þar verður við ramman reip að draga en það lið sem vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslit.  Stórskittan Björgvin Hólmgeirsson leikur sinn fyrsta leik með ÍR á tímabilinu en hann hefur verið að undirbúa endurkomu sína á handboltavöllinn undanfarna mánuði eftir brjósklosaðgerð í haust.

Körfuboltalið ÍR sem hreppti annað sætið í Dominsósdeildinni á leiktíðinni leikur sama kvöld kl. 19:15 sinn fjórða leik í fjögurra liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Tindastóli á Sauðárkróki.  ÍR liðið er þegar búið að ná besta árangri ÍR liðs í 41 ár eða síðan liðið varð Íslandsmeistari síðast árið 1977.  Frá því að úrslitakeppnin var tekin upp hefur ÍR tvisvar áður náð í fjögurra lið úrslit,árin 2005 og 2008 en ekki náð að leika til úrslita.  ÍR þarf að vinna leikinn á Sauðárkróki til að halda möguleikanum opnum að komast í úrslitin um titilinn.

Hákon

 

 

X