Einar Ólafsson heiðursgestur á leik ÍR gegn Tindastóli í kvöld graphic

Einar Ólafsson heiðursgestur á leik ÍR gegn Tindastóli í kvöld

11.04.2018 | höf: Þráinn Hafsteinsson

ÍR-ingar leika sinn þriðja leik í undanúrslitum Domínósdeildarinnar í körfubolta karla í kvöld kl. 19:15 í Hertz-Hellinum.
Liðin hafa unnið einn leik hvort og mikil spenna ríkjandi.  Heiðursgestur leiksins verður Einar Ólafsson íþróttakennari og körfuboltaþjálfari hjá ÍR í áratugi.  Það er útkall til allra sem hafa æft og leikið undir stjórn Einars Ólafssonar sem er sannkallaður faðir körfuknattleiksins hjá ÍR en hann varð 90 ára gamall í janúar sl. Einar er sigursælasti þjálfari íslenskrar körfuboltasögu en hann stýrði ÍR-ingum til 8 Íslandsmeistaratitla á um 40 ára þjálfaraferli hjá félaginu. Einar verður heiðraður áður en leikur hefst í kvöld. Körfuknattleiksdeild ÍR sendir hér útkall til allra sem hafa æft og leikið undir stjórn Einars í gegnum áratugina að mæta og heiðra þennan einstaka félaga og heiðursmann með nærveru sinni.

Einar Ólafson og strákar

X