Fjölmenni á stemmning á heimaleikjum ÍR graphic

Fjölmenni á stemmning á heimaleikjum ÍR

16.04.2018 | höf: Þráinn Hafsteinsson

Karlalið ÍR í körfubolta og handbolta luku bæði keppni á Íslandsmótinu um helgina. ÍR-ingar töpuðu naumlega fyrir liði Tindastóls í fjögurra liða undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta á Sauðárkróki 87-90 og fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 25-29 í Austurbergi.  Glæsileg umgjörð og mögnuð stemmning einkenndi heimaleiki ÍR í úrslitakeppninni í báðum greinum.  Stuðningsmenn ÍR geta verið stoltir af sínu framlagi, en á síðustu heimaleiki beggja liða mættu 800-900 áhorfendur.  Hér fylgja nokkrar myndir frá leikjum liðanna í Hertz-Hellinum og Austurbergi.

IMG_0860   IMG_0853  IMG_0864  IMG_0865

 

X