Guðni Valur og Guðbjörg Jóna valin íþróttafólk ársins 2020

Frjálsíþróttadeild ÍR tilnefnir Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem íþróttafólk ÍR 2020!

Guðbjörg Jóna átti mjög gott ár þar sem hún bætti árangur sinn í 200 metra hlaupi innanhúss á árinu þegar hún sigraði á Reykjavíkurleikunum 2020. Guðbjörg varð Íslandsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss á árinu og einnig Íslandsmeistari með sveit ÍR í 4×100 hlaupi.
Guðbjörg er með stigahæsta afrekið innanhúss í kvennaflokki.
Guðni Valur Guðnason setti Íslandsmet í kringlukasti og kastaði hann 69,35 m á móti í Laugardal 16. sepember 2020. Er það stigahæsta frjálsíþróttaafrek Íslendings frá upphafi frjálsra íþrótta á Íslandi, eða 1232 stig.
Guðni Valur er Íslandsmeistari í kringlukasti og kúluvarpi 2020. Guðni er í 5 sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í kringlukasti og 2 sæti á evrópu listanum.
Guðni Valur bætti einnig árangur sinn í kúluvarpi á árinu 2020 og var með lengsta kast ársins á Íslandi í kúluvarpi, bæði innanhúss og utanhúss.
Áfram ÍR!
X