Karatedeild tilnefnir Aron Anh Ky Huynh og Dunju Dagnýju Minic sem íþróttafólk ÍR 2020!
Aron er fremsti Kata keppandi landsins. Hann varð í 1. sæti í Kata á Bikarmóti KAÍ og einnig í 1. sæti á RIG (Reykjavík International Games) í Kata-seniors.
Aron var einmitt valinn Íþróttamaður ÍR 2019.
Dunja er ein af efnilegustu karatekonum landsins um þessar mundir.
Dunja hreppti 3. sæti í Kata og 1. Sæti í Kumite á GrandPrix móti KAÍ.
Hún var einnig stigahæst í sínum flokki.
Í haust var Dunja valin í unglingalandslið Íslands í Kata.
Áfram ÍR!
X