Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 70 ára afmælismótið fram í Kaupmannahöfn dagana 27. maí – 1. júní. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum. Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar og sjúkraþjálfari. Fararstjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar.

Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, flest fædd árið 2004 og fáein árið 2005. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og skoðuðu þjálfarar leikmenn í ýmsum mótum. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 17 grunnskólum og tíu íþróttafélögum í Reykjavík.

Fyrir hönd frjálsíþróttadeildar ÍR fara:

Brynja Hrönn Stefánsdóttir, Dóra Fríða Orradóttir, Gabríel Ingi Benediktsson, Helena Rut Hallgrímsdóttir, Jeanne Marie Anne Strepenne, Magnús Örn Brynjarsson, Óliver Dúi Gíslason.

Fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍR fer Erna Eir Jónmundsdóttir.

Við erum stolt af okkar fulltrúum og óskum þeim góðs gengis.

Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, skoða myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu. Í viðhengi er dagskrá mótsins.

 

X