Ingigerður endurkjörin formaður ÍR graphic

Ingigerður endurkjörin formaður ÍR

24.05.2018 | höf: Þráinn Hafsteinsson

Ingigerður Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður ÍR á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær, 23. maí í ÍR-heimilinu.  Með henni í aðalstjórn félagsins voru kosnir Sigurður Albert Ármannsson, Reynir Leví Guðmundsson, Magnús Valdimarsson, Arndís Ólafsdóttir, Rúnar Valdimarsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.  Tveir þeir síðastnefndu koma nýir inn í stjórn.

Vegleg ársskýrsla var lögð fram á fundinum sem ber vott um öflugt starf deilda og aðalstjórnar félagsins.   Skráðum iðkendum í þeim tíu íþróttagreinum sem félagið býður upp á fjölgaði á milli ára um 183.

Samkvæmt framlögðum ársreikiningi var rekstur aðalstjórnar og deilda í jafnvægi 2017 eins og undanfarin ár.  Hagnaður af rekstri aðalstjórnar var 3.4 milljónir þar sem tekjur voru 140.517.927.  Fimm deildir af átta voru reknar réttum megin við núllið og heildarhagnaður aðalstjórnar og deilda samanlagt var 10.9 milljónir og tekjur 418.529.669.

Viðamiklar breytingar á lögum félagsins voru samþykktar á fundinum en þau höfðu verið óbreytt frá árinur 2004.

X