Andrea Kolbeinsdóttir íþróttakona Reykjavíkur

Íþróttakona Reykjavíkur 2022 er Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona í Íþróttafélagi Reykjavíkur. 

Andrea er sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi 2022. Andrea var í 21. sæti á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Tælandi. Andrea náði einnig 2. sæti í sterku utanvegahlaupi í Wildstrubel í Sviss á árinu. Andrea hefur sýnt það á árinu að hún getur sigrað hlaup allt frá 5 km upp í 55 km. Andrea er  Íslandsmeistari í maraþoni, en hún sigraði Reykjavíkurmaraþonið á öðrum besta tíma kvenna frá upphafi. Þá er hún Íslandsmeistari í 5 km, 10 km og 8 km Víðavangshlaupi. Andrea sigraði í Laugaveghlaupinu á nýju brautarmeti kvenna, ásamt því að sigra öll stærstu hlaupin hér á landi eins og Tindahlaupið, Fimmvörðuhálshlaupið, Súlur Vertical, Snæfellsjökulhlaupið og fleira.

Við óskum Andreu Kolbeinsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2022.

Snorri Eyþór Einarsson skíðagöngumaður í skíðagöngufélaginu Ulli er íþróttamaður Reykjavíkur.
Íþróttalið ársins er meistaraflokkur karla í handknattleik frá Val.

Við óskum Eyþóri og handknattleiksliði Vals til hamingju með titlana.

X