Grunnskólamót Norðurlandanna fór fram í Stokkhólmi nú á dögunum (20.-24. maí) þar sem samsett lið frá höfuðborgum norðurlandanna öttu kappi. Keppt var í handbolta, fótbolta og frjálsum íþróttum. Lið Reykjavíkur var skipað 41 keppanda frá tíu félögum og þar af voru 13 fulltrúar frá ÍR.
Knattspyrnulið drengja hafnaði í 2. sæti á mótinu eftir sannfærandi sigur gegn Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki en tapaði að lokum fyrir Stokkhólmi. Handboltalið stúlkna endaði í 5. sæti á mótinu eftir hörkuviðureignir við sterk lið hinna Norðurlandanna. Frjálsíþróttalið stúlkna varð í 3. sæti og frjálsíþróttalið drengja varð í 4. sæti í stigakeppni frjálsíþróttamótsins.
Á vef ÍBR má finna nánari úrslit mótsins en ÍR-ingarnir stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til sóma innan sem utan vallar. Fulltrúa félagsins má sjá hér að neðan:
Handbolti – Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir, Dagný Rós Hlynsdóttir, Díana Ásta Guðmundsdóttir, Vaka Líf Kristinsdóttir.
Fótbolti – Baldur Páll Sævarsson, Hákon Dagur Matthíasson, Huldar Einar Lárusson.
Frjálsar – Dóra Fríða Orradóttir, Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir, Gabríel Ingi Benediktsson, Gunnlaugur Jón Briem, Phanu Prueangwicha, Stefán Gunnar Maack.