Tristan Freyr Jónsson þurfti því miður að hætta keppni í sjöþraut sem fram fer í Skotlandi nú um helgina. Hann hljóp 7.14 sek í fyrstu grein sjöþrautarinnar sem var 60m hlaup og stökk 6.79m í langstökki en meiddist þar og hætti keppni. Tristan var tæpur fyrir helgina en ákvað að láta á þetta reyna enda mikill undirbúningur að baki. Tristan er búin að taka eina sjöþraut fyrr í ár þar sem hann bætti aldursflokkametið í greininni. Myndin með þessari frétt er frá þeirri helgi. Tristan á mikið inni og átti von á bætingum um helgina en það verður að bíða betri tíma. Við óskum Tristani góðs bata.
Þráinn Hafsteinsson er þjálfari í ferðinni en þar eru einnig þeir Ingi Rúnar og Ari Sigþór sem keppa fyrir Breiðablik og Ísak Óli sem keppir fyrir UMSS. Allir æfa þeir saman undir handleiðslu Þráins Hafsteinssonar, ÍR og Jón Sævars, Brbl. Úrslit mótsins má nálgast hér