Hlynur hefur lokið keppni á EM graphic

Hlynur hefur lokið keppni á EM

03.03.2017 | höf: Kristín Birna

Hlyn­ur Andrés­son keppti á sínu fyrsta stórmóti í dag þegar hann hljóp 3000m á Evrópumeistaramótinu sem fer fram þessa helgi  í Belgrade, Serbíu. Hlynur, sem hljóp 8:06,69 mínútur fyrr á þessu keppnistímabili náði sér ekki alveg á strik í hlaupinu og var nokkuð frá sínu besta með tímann 8:29,00. Hlynur hefur hérmeð bætt dýrmætri reynslu af stórmóti í “reynslubankann” og má vænta þess að þessi reynsla muni nýtast þessum unga og efnilega hlaupara í framtíðinni.

Aníta Hinriksdóttir stóð sig vel í undanrásunum í 800m hlaupi í dag eins og fram hefur komið hér á síðunni.  Hún hleypur í undanúrslitum á morgun kl 18.03 að staðartíma, eða kl. 17.03 á íslenskum tíma. Úrslit mótsins og tímaseðil má finna hér

 

X