Aníta örugglega áfram í úrslit graphic

Aníta örugglega áfram í úrslit

04.03.2017 | höf: Kristín Birna

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að Aníta komst áfram í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Belgrad, Serbíu í dag. Hún var með næst-besta tíman af öllum í undanúrslitum en hún hljóp á 2:02:97 sek­únd­um. Esther Gu­er­rero var rétt á undan henni með 2:02:91. Aníta er til alls líkleg og gaman verður að fylgjast með henni í úrslitunum sem fara fram á morgun kl. 16:25. Það verður sýnt beint frá hlaupinu á Rúv.

X