Um helgina fer fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll. Eins og áður verður stór og glæsilegur hópur íþróttamanna sem keppir undir merkjum ÍR. Alls 54 ÍR-iðkendur eru skráðir til leiks í samtals 154 greinar. Eftir glæsilegan árangur ÍR-inga um síðustu helgi má búast við skemmtilegri keppni og góðum árangri frá okkar fólki á mótinu. Við óskum þeim öllum góðs gengis og hvetjum sem flesta til að mæta í Laugardalshöll og sýna liðinu stuðning. Tímaseðil er hægt að skoða hér og þar koma úrslit einnig inn jafn óðum.