Íslandsmeistarar 15-22 ára graphic

Íslandsmeistarar 15-22 ára

26.02.2017 | höf: Kristín Birna

ÍR-ingar stóðu sig heldur betur með prýði á Meistaramóti Íslands í flokkum 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. ÍR sigraði heildarstigakeppnina eftir harða keppni við HSK alla helgina. Ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn fengu ÍR-ingar lang-flest verðlaunin á mótinu, en alls unnu ÍR-ingar 22 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 15 bronsverðlaun. Auk verðlaunapeninganna náðu ÍR-ingar alls 58 persónulegum bætingum í mörgum mismunandi greinum, bættu tvö aldursflokkamet og tvö mótsmet. Tíana Ósk Witworth bætti Íslandsmetið í flokki 16-17 ára stúlkna í 60metra hlaupi og var svo í metsveit ÍR í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni sem bætti aldursflokkamet í flokkum 16-22 ára voru þær Tiana Ósk Whitworth, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Guðbjörg Jóna hafði einnig sett glæsilegt mótsmet í 200m hlaupi fyrr um daginn þegar hún sigraði í því hlaupi á 24.51 sekúndum. Hitt mótsmetið bætti Guðni Valur Guðnason í kúluvarpi þegar hann varpaði kúlunni 16.65metra og sigraði örugglega í flokki 20-22 ára.
ÍR-ingar sigruðu þrefalt í þrem greinum á mótinu, þ.e. blái liturinn var í fyrsta, öðru og þriðja sæti á verðlaunapallinum. Það var í 60m hlaupi 16-17 ára stúlkna, 200m hlaupi 16-17 ára stúlkna og kúluvarpi 20-22 ára karla.

Öll nánari úrslit af mótinu er hægt að nálgast hér

X