Það er nóg um að vera hjá frjálsíþróttafólki um helgina. Meistaramót yngstu aldursflokkanna fer fram í Laugardalshöll á laugardag og sunnudag og á ÍR þar 45 keppendur á aldrinum 11-14 ára en 341 keppandi er skráður til leiks frá 15 félögum og hérðssamböndum.
Fylgjast má með úrslitum mótsins hér http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=MI14OGY19 eða með því að mæta í Laugardalshöll og hvetja unga íþróttafólkið okkar til dáða.
Þá keppa sex frjálsíþróttamenn fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Bærum í Noregi á sunnudag. Þar af eru tveir ÍR-ingar, þær Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800m hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem keppir í 200m hlaupi. Guðbjörg á annan besta árstíma keppenda, 24.05 sek sem jafnframt er hennar besti tími innanhúss. Stúlkurnar eiga þó margar undir 24 sek best en eins og við vitum er Guðbjörg til alls líkleg þessa dagana. Aníta á besta árstíma keppenda, en næstbestan tíma 2:01.05 mín. Aðeins Hanne Hedde frá Noregi á betri tíma innanhúss 1:59,87 mín og mun baráttan líklega verða milli þeirra og Yngvild Elvemo frá Noregi sem hraðast hefur hlaupið á 2:01.65 mín innanhúss.
Góð keppni sem Íslendingarnir fá en auk þeirra keppa þau María Rún Gunnlaugsdóttir í hástökki, Þórdís Eva Steinsdóttir og Kormákur Ari Hafliðason í 400m og Hafdís Sigurðardóttir í langstökki en hún freistar þess að ná þeim 1 cm sem hana vantar upp á lágmark á EM innanhúss en Hafdís hefur stokkið 6,49 m núna tvær síðustu helgar en þarf 6,50m! Lýst verður beint frá keppninni http://atletiktv.dk/live11.php og úrslit munu birtast https://tyrving.idrett.no/10/nordenkampen/event-info/results/
Óskum öllum keppendum góðs gengist og góðrar skemmtunar um helgina.
Aðrir undirbúa sig fyrir keppnirnar framundan en um aðra helgi fer MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga fram í Laugardalshöll og helgina 23. – 24. febrúar verður Meistarmóts Íslands innanhúss haldið í Kaplakrika.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman