MÍ 11-14 ára: ÍR-ingar Íslandsmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára á Akureyri í mikilli blíðu á fyrri keppnisdegi og úrhelli á þeim seinni.

ÍR-ingar stóðu sig frábærlega og stóðu uppi sem  Íslandsmeistarar félagsliða með 790 stig. Lið HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 770,5 stig og UFA í því þriðja með 434 stig.

ÍR endaði keppnina með 50 verðlaun, 16 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 22 bronsverðlaun.

Það sem einkenndi hópinn var mikil samstaða og gleði og það var sérstaklega gaman að sjá hvað keppendur voru duglegir að hvetja hverja aðra áfram.

Að öðrum ólöstuðum stóð árangur Júlíu Mekkín Guðjónsdóttur óneitanlega uppúr en hún stóð sig frábærlega og varð fimmfaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 80 metra hlaupi, 80 og 300 metra grindahlaupi, langstökki og þrístökki í flokki 14 ára stúlkna.

 

Önnur aldursflokka úrslit
11 ára
Piltar – 5. sæti
Stúlkur 1-2.sæti

12 ára
Piltar – 6.sæti
Stúlkur – 7.sæti

13 ára
Piltar – 10.sæti
Stúlkur – 1.sæti

14 ára
Piltar – 2.sæti
Stúlkur – 1.sæti

 

Öll úrslit má finna á síðu mótaforritsins 

Myndir frá mótinu af heimasíðu FRÍ

 

 

X