ÍR teflir fram fjölmennu og sterku liði á MÍ aðalhluta sem fer fram nú um helgina en mótið er haldið á Akureyri vegna aðstöðuleysis á höfuðborgarsvæðinu.
Alls eru 54 ÍR-ingar á aldrinum 15- 50 ára skráðir til leiks en keppendur á mótinu eru 176 talsins. ÍR-ingar munu sakna þeirra Anítu Hinriksdóttur, Andreu Kolbeinsdóttir, Elínar Eddu Sigurðardóttur
og Hlyns Andréssona en þau verða fjarstödd að þessu sinni.
Keppt er í einstaklingsgreinum og boðhlaupum, alls 37 greinum á tveimur dögum eins og venja er á meistaramóti en sigurvegari hlítur 3 stig, annað sætið 2 og þriðja sætið 1 stig. Búast má við harðri keppni í stigakeppninni og líklegt er að ÍR og FH verði þar að berjast um sigurinn. Eftirtekt vekur fjöldi boðhlaupssveita en ÍR sendir þrjár sveitir í 4 x 100m boðhlaup kvenna en eina sveitina skipa m.a. þrjár frjálsíþróttakonur sem eru að koma til baka eftir barneignir eða þrálát meiðsli, þær Björg Gunnarsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir og verður frábært að sjá þær aftur á brautinni.
Hægt er að fylgjast með árangri keppenda í gegnum Þór, mótaforrit FRÍ hér
http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=MI2020UTI
Áfram ÍR
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman