Íþróttafélag Reykjavíkur

Hlynur með enn eitt Íslandsmetið

Hlynur Andrésson á RIG 2019. Mynd: FRÍ

Hlynur Andrésson með enn eitt glæsilegt Íslandsmet

Hlynur Andrésson setti í gær, 2. ágúst, enn eitt glæsilegt Íslandsmetið en það var í 3000m hlaupi í Hollandi. Hann hljóp á tímanum 8:02,60 mín og var innan við 1 sek frá sigursætinu en Stan Niesten frá Danmöru sigraði, 34 keppendur luku hlaupinu. Metið var í eigu Hlyns sjálfs 8:04,54 mín síðan í Uterecht 10. júlí sl. en þar á undan var það Jón Diðriksson sem átti metið frá því í lok ágúst 1983, 10 árum áður en Hlynur fæddist.

Úrslitin má sjá hér.

Hlynur keppir næst í 5000m hlaupi eftir 2 vikur og er hann greinilega í hörku formi og Íslandsmet því í hættu en það á Hlynur síðan í júlí á síðasta ári, 13:57,89 mín. Sambærilegur tími í 5000m væri 13:47-13:48 mín ef tekið er mið af hlaupinu í dag og þeim aðstæðum sem þar voru. Óskum Hlyni áframhaldandi góðs gengis en hann stefnir á heimkomu síðar í ágúst til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.

-Fríða Rún tók saman

X