Meistaramót Íslands 15-22 ára graphic

Meistaramót Íslands 15-22 ára

19.07.2020 | höf: Kristín Birna

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Kaplakrika um helgina. 206 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum auk þess sem nokkrir Færeyingar kepptu sem gestir á mótinu. Fyrri dag voru aðstæður erfiðar á vellinum, mikið rok og því voru flestir árangrar í spretthlaupum og þrístökki ólöglegir sökum of mikils meðvindar. Vindurinn gerði sumum keppendum mjög erfitt fyrir sér í lagi í hringhlaupum en þó skiluðu fjölmargir keppendur góðum árangri og bætingum. Seinni dagurinn var mun skaplegri og sólin skein hluta af deginum.

ÍR-ingar áttu góða helgi, lönduðu 36 Íslandsmeistaratitlum og hlutu alls 85 verðlaun! Erna Sóley Gunnarsdóttir setti auk þess móstmet í kúluvarpi stúlkna 20-22 ára þegar hún kastaði 15.21 m og sigraði með miklum yfirburðum. Tiana Ósk Whitworth setti einnig mótsmet í 200m, 24,58 sek. Þau sem urðu Íslandsmeistarar voru:

Hlynur Ólason, 1500m hlaup, 18-19 ára, 4:15,71 mín og einnig í 3000m hlaupi á 9:29,99 mín en hann tapaði naumlega í 800m með aðeins 20/100.

Birgir Jóhannes Jónsson, langstökk 18-19 ára, 6,36 m sem var bæting.

Mikael Daníel Guðmarsson, hástökk 18-19 ára, 1,80 m

Þorvaldur Tumi Baldursson, stangarstökk 18-19 ára, 4,00m

Sigursteinn Ásgeirsson, kúluvarp 18-19 ára, 15,26 m og bæting á besta árangri. Sigursteinn sigraði einnig í sleggjukasti með kast upp á 31,26 m sem er bæting.

Dagur Andri Einarsson, 100m 20-22 ára, 10,80 sek

Árni Haukur Árnason, 400m grindahlaup, 20-22 ára, 62,28 sek

Andri Már Hannesson, 3000 m hlaup, 20-22 ára, 9:50,80 mín og yfirburðasigur.

Dóra Fríða Orradóttir, 300m hlaup 15 ára, 43,56 sek og langstökki, 5,07m sem er bæting.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 100m hlaup 18-19 ára, 11,79 sek en ÍR átti þrjá keppendur í úrslitum. Í 200m sigraði hún einnig á 24.35 sek.

Ingibjörg Sigurðardóttir, 400m hlaup 18-19 ára, 59,86 sek. Ingibjörg sigraði einni í 400m grindahlaupi á 64.45 sek.

Iðunn Björg Arnaldsdóttir, 1500m hlaup, 18-19 ára, 5:03,18 mín og í 800m 2:23,16 mín.

Elma Sól Halldórsdóttir, langstökk 18-19 ára, 5,07 m.

Katarína Ósk Emilsdóttr, hástökk, 18-19 ára, 1.57 m og í kringlukasti með 40.51 m

Fanney Rún Ólafsdóttir, spjótkast 18-19 ára, 37, 69 m, glæsileg bæting og 10m lengra en næsti keppandi.

Helga Margrét Haraldsdóttir, kúluvarp 18-19 ára, 11,34 m. Þess má geta að ÍR sigraði þrefalt í þessari grein.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sleggjukast 18-19 ára, yfirburðar sigur um 15 m, 60,19 m. Þess má geta að ÍR sigraði þrefalt í þessari grein.

Tiana Ósk Whitworth, 100m 20-22 ára, 11,79 sek og átti ÍR fjórar stúlkur í úrslitum. Tiana gerði sér lítið fyrir og sigraði einnig glæsilega í 200m, 24,58 sek sem er mótmet.

Sara Mjöll Smáradóttr, 800m 2:27,92 mín.

Hildigunnur Þórarinsdóttir, langstökk 5,64m

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarp stúlkna 20-22 ára, 15,21 m og mótsmet. Hún sigraði einnig í kringlukasti 38,86 m og spjótkasti 30,26 m.

ÍR sveit pilta 16-17 ára í 4 x 100m boðhlaupi, 47,67 sek, Óliver Dúi Gíslason, Magnús Örn Brynjarsson, Bergur Sigurlinni Sigurðsson, Kovan Zeravan

ÍR sveit stúlkna 18-19 ára í 4 x 100m boðhlaupi, 51.05 sek, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elma Sól Halldórsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir.

ÍR sveit stúlkna 20-22 ára í 4 x 100m boðhlaupi, 49,38 sek, Hildigunnur Þórarinsdóttir, Agnes Kristjánsdóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir, Ásta Margrét Einarsdóttir.

ÍR sveit stúlkna 20-22 ára í 4, x 400m boðhlaupi, 4:35,28 mín, Ásta Margrét Einarsdóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir,Sara Mjöll Smáradóttir, Katharina Ósk Emilsdóttir.

Til hamingju ÍR-ingar með þennan frábæra árangur

-Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

 

 

X