ÍR-ingar stóðu sig vel á Meistaramóti Íslands sem fór fram á Selfossi um helgina. Kvennalið ÍR sigraði með miklum yfirburðum og karlaliðið varð í öðru sæti á eftir FH. ÍR-liðið sigraði heildarstigakeppnina en Íslandsmeistarar í liðakeppninni verða þó ekki krýndir fyrr en eftir Meistaramót Íslands í fjölþrautum sem fer fram í September.
Góð stemning var á vellinum alla helgina þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fyrri degi mótsins og alls unnu ÍR-ingar til 14 gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna og þar af voru margar persónulegar bætingar, eitt Íslandsmet í kvennaflokki og eitt Íslandsmet í flokki 16-17 ára stúlkna.
Eftirfarandi eru þeir sem unnu til verðlauna:
Gullverðlaun:
- Andrea Kolbeinsdóttir, 1500m – 4:54,87 og 3000m – 10:37,32
- Tiana Ósk Whitworth, 100m – 12,02
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 200m – 24,68
- Iðunn Björg Arnaldsdóttir, 800m – 2:20,97
- Hildigunnur Þórarinsdóttir, þrístökk – 11,62
- Sveit ÍR, 4x100m – 46,43 – íslenskt félagsmet
(Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir) - Sveit ÍR, 4x400m – 4:05,32 – aldursflokkamet í flokki 16-17 ára
(Helga Margrét Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir) - Arnar Pétursson, 3000m hindrun – 9:43,73 og 5000m hlaup – 15:27,91
- Dagbjartur Daði Jónsson, spjótkast – 68,97
- Guðni Valur Guðnason, kringlukast – 58,11
- Ívar Kristinn Jasonarson, 400m grind – 53,30
- Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarp – 16,22
Silfurverðlaun:
- Iðunn Björg Arnaldsdóttir, 1500m – 4:57,87
- Tiana Ósk Whitworth, 200m – 24,75
- Ingibjörg Sigurðardóttir, 800m – 2:25,02
- Kristín Lív Svabo Jónsdóttir, hástökk – 1,72
- Rut Tryggvadóttir, sleggjukast – 48,94
- Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndahl, stangarstökk – 2,82
- Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukast – 45,56
- Ívar Kristinn Jasonarson, 400m – 49,11
- Leó Gunnar Víðisson, stangarstökk – 4,32
- Markús Ingi Hauksson, hástökk – 1,87
- Sindri Lárusson, kúluvarp – 15,81
- Sæmundur Ólafsson, 1500m – 4:07,17
- Vilhjálmur Þór Svansson, 5000m – 16:51,56
Bronsverðlaun:
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 100m – 12,30
- Hildigunnur Þórarinsdóttir, langstökk – 5,62
- Ingibjörg Sigurðardóttir, 400m – 61,48
- Thelma Lind Kristjánsdóttir, kúluvarp – 12,96
- Andri Már Hannesson, 5000m – 16:56,56
- Árni Haukur Árnason, 400m grind – 60,43
- Sveit ÍR – 4x400m – 3:31,28
- Sæmundur Ólafsson, 800m – 1:56,27
Innilegar hamingjuóskir til allra ÍR-inga eftir þessa glæsilegu helgi!