Fjórir ÍR-ingar valdir til þátttöku EM 22 ára og yngri graphic

Fjórir ÍR-ingar valdir til þátttöku EM 22 ára og yngri

04.07.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Evrópumeistaramót 22ja ára og yngri verður haldið í Póllandi 13. – 16. júlí nk. Níu keppendur hafa náð lágmörkum og þar með valdir til keppni. Af þessum níu koma fjögur úr röðum ÍR-inga sem gerir okkur ákaflega stolt. Þetta eru þau Aníta Hinriksdóttir sem keppnir í 800m og 1500m, Guðni Valur Guðnason og Thelma Lind Kristjánsdóttir sem keppa bæði í kringlukasti og Dagbjartur Daði Jónsson sem keppir í spjótkasti.

Aníta hleypur undanrásir 800m hlaupsins, 13. júli en úrslitin eru tveimur dögum síðar. Undankeppni 1500m hefst 14. júlí. Guðni Valur kastar þann 15. en úrslitin eru daginn eftir, Thelma kastar þann 13. og vonandi aftur í úrslitum þann 14. Dagbjartur, frændi Anítu, kastar í undankeppninni þann 13. en úrslitin eru þann 15. júlí.

Óskum þeim og þjálfurum þeirra til hamingju með þennan árangur en Pétur Guðmundsson þjálfari Guðna og Thelmu fer með þeim á mótið.

Hægt verður að fylgjast með keppninni hér
http://www.european-athletics.org/competitions/european-athletics-U23-championships/

 

Fríða Rún tók saman

X