Í dag var Landslið Íslands sem fer á Smáþjóðaleikana í lok mánaðarins tilkynnt á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Af 21 keppendum eru hvorki meira né minna en 10 ÍR-ingar. Þeir ÍR-ingar sem eru á leiðinni til San Marino eru:
Ívar Kristinn Jasonarson, 400m, 400m grindahlaup og boðlaup
Guðni Valur Guðnason, Kringlukast og kúluvarp
Guðmundur Sverisson, spjótkast
Óðinn Björn Þorsteinsson, Kúluvarp og kringlukast
Þorsteinn Ingvarsson, þrístökk og langstökk
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 200m, 400m og boðhlaup
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, 100m og boðhlaup
Hulda Þorsteinsdóttir, stangarstökk
Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukast og kúluvarp
Tiana Ósk Whitworth, 100m, 200m og boðhlaup
Undirrituð fer sem farastjóri í ferðina og ÍR-þjálfarar í ferðinni eru þeir Pétur Guðmundsson, Jón Oddsson og Brynjar Gunnarsson.
Við óskum þessum einstaklingum innilega til hamingju og góðs gengis á mótinu.