Aníta þriðja í Stanford graphic

Aníta þriðja í Stanford

06.05.2017 | höf: Kristín Birna

Aníta Hinriksdóttir varð í þriðja sæti í 800 m hlaupi á Payton Jordan Invitational í Stanford þann 5. maí á tímanum 2:03,78 mín. Sigurvegari var Chrishuna Williams USA á 2:02,58 mín. og önnur Angela Petty Nýja Sjálandi á 2:02,92 mín. Aníta kom beint úr háfjallaæfingabúðum í Flaggstaff Arizona þar sem hún hefur verið við æfinga síðustu vikur. Með á myndinni er ÍR-ingurinn Hrönn Guðmundsdóttir sem hitti Anítu eftir hlaupið. Hrönn býr rétt hjá Stanford en þess má geta að Hrönn á þriðja besta tíma Íslendings frá upphafi í 800 m hlaupi kvenna, 2:06,22 mín frá 1982.

X