ÍR bikarmeistarar

Lið ÍR sigraði 13. bikarkeppni FRÍ

Lið ÍR fagnaði sigri í 13. bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands innanhúss sem fór fram í Kaplakrika í dag.

Eitt Íslandsmet féll og Íslandsmetið í 60m hlaupi kvenna og stúlkna var jafnað en þar var á ferðinni Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR sem sigraði og hljóp á 7,47 sek og bætti sig um 5/100 sek. Hún deilir því Íslandsmetinu með liðs- og æfingafélaga sínum Tiönu Ósk Witwhorth. Kvennasveit FH í 4 x 200m boðhlaupi hljóp frábærlega og setti glæsilegt Íslandsmet, sem þær tóku af sveit ÍR sem sett var fyrir ári. Ísak Óli Traustason UMSS setti mótsmet í 60m grindahlaupi og var aðeins 6/100 á undan okkar manni Einari Daða Lárussyni. María Rún Gunnlaugsdóttir sett mótsmet í 60m grindahlaupi 8,67 sek.

Lið ÍR-A hlaut 112 stig, 4 stigum meira en lið FH-A, sem var í 2. sæti og eru þetta níu stigum meira en ÍR-liðið hlaut í sömu keppni 2018. Breiðablik hafnaði í 3. sæti. ÍR-ingar höfðu einnig sigur í stigakeppni karla og hlutu þar 59 stig, átta stigum meira en FH-A og 8 stigum meira en árið 2018. Í kvennakeppninni höfðu FH-ingar betur og sigruðu með fjögurra stiga mun, 57 stig gegn 54 stigum ÍR liðsins.

ÍR-ingar sigruð í 7 greinum. Aníta Hinriksdóttir og Sæmundur Ólafsson sigruðu í 1500m hlaupi, Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi, Mark W. Johson í stangarstökki og Guðbjörg Jóna í 60m og 400m. Þess má geta að 6 keppendur af 8 bættu sinn besta árangur í stangarstökki karla og sama var uppi á teningnum í 60m kvenna þar bættu 5 af 8 keppendum sig.

B-lið ÍR í kvennakeppninni hlaut 28 stig og varð í 6. sæti og þar voru nokkrar stúlkur að bæta sinn besta árangur til þessa. Frábært að geta sent tvö lið til keppni, sýnir vel breiddina hjá okkar konum.

Til hamingju með frábæran árangur ÍR-ingar, enn ein rósin í hnappagatið.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X