Það verður mikið um að vera í frjálsum um komandi helgi. Ísland mun eiga tvo keppendur á EM innanhúss sem halfið verður í Glasgow og hefst á föstudag, á laugardag verður Bikarkeppni FRÍ haldin og á sunnudag er komið að yngri iðkendum á Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri.
Hlynur Andrésson er annar tveggja keppenda Íslands á EM innahúss í Glasgow en auk Hlyns keppir Hafdís Sigurðardóttir frá UFA í langstökki. Aníta Hinriksdóttir þurfti að draga sig úr keppni í 800m hlaupi vegna meiðsla. Vel er vandað til undirbúnings mótsins en 49 þjóðir eiga þar fulltrúa, þar sem 307 konur og 330 karlar keppa í 13 keppnisgreinum þar með talið 4 x 400, boðhlaupi. Lágmörkin á mótið má sjá hér www.european-athletics.org/mm/Document/EventsMeetings/General/01/28/51/21/EICH2019-QualificationStandardsandConditions_Neutral.pdf Búast má við mjög harðri keppni nú sem endra nær en segja má að keppendur séu enn jafnari en áður þar sem engin „wild cards“ voru gefin út í ár en slík leyfi gera þjóðum kleift að senda sinn besta karlkeppenda til leiks hafi enginn karl frá landinu náð lágmarki og sama gildir ef engin kona hefur náð lágmarki. Í ár sóttu þjóðir um keppnisrétt fyrir þá sem voru aðeins broti frá lágmarki og er það nýbreytni.
Hlynur keppir í 3000m hlaupin ásamt 37 öðrum afrekshlaupurum en hann náði sannfærandi lágmarki þegar hann hljóp á 7:59,11 mín á dögunum í Noregi. Sá tíme er um 6 sek undir lágmarkinu og enn eitt glæsilegt Íslandsmetið hjá Hlyni. Hlynur hleypur í undanrásum kl. 12:30 að íslenskum tíma nk. föstudag en úrslitahlaupið verður á laugardag kl. 19:47 að íslenskum tíma. Miðað við þann tíma sem Hlynur á og tíma hinna keppendanna er hann í hópi með um 15 öðrum keppendum sem eiga nokkuð svipaða tíma 7:55-8 mín og munu berjast um sæti í úrslitnunm.
Aðeins 19 konur hafa verið valdar í langstökkskeppnina og eru 9 þeirra að stökkva svipað langt og Hafdís eða í kringum 6,50m. Aðrar eru að stökkva allt upp í 7m ef besti árangur þeirra er skoðaður.
Hér má sjá viðtal sem tekið var við Hlyn nú nýverið og birt er á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins
http://fri.is/taekifaeri-gegn-sterkustu-hlaupurum-evropu/ en einnig er viðtal við Honore Hoedt, þjálfara Hlyns og tvo af æfingafélögum hans https://www.facebook.com/looplandgelderland/posts/2292773047667290
Við óskum Hlyni og Hafdísi góðs gengis á EM!
Bikarkeppni FRÍ
Frjálsíþróttadeild ÍR sendir öflugt lið til keppni í Bikarkeppni FRÍ 2019. Mótið fer fram í Kaplakrika laugardaginn 2. mars en keppnin hefst kl. 11:30 á stangarstökki karla og líkur með 4 x 200 m boðhlaupi karla kl. 13:50. Búast má við harðri baráttu um hvert stig en átta karlalið og níu kvennalið, þar af tvö frá ÍR, taka þátt. FH-ingar munu einnig senda tvö kvennalið til keppni.
Ljóst er að mjög mjótt verður á mununum í stigakeppninni og harðrar baráttu milli ÍR og FH. Líklegt er að úrslitin ráðist í loka greinum mótsins sem eru 4x200m boðhlaup karla og kvenna. ÍR-ingar eiga titil að verja frá bikarkeppninni í fyrra. Aftur á móti bar FH sigur úr býtum í heildarstigakeppni og stigakeppni karla á Meistaramóti Íslands um nýliðna helgi þar sem ÍR konur urðu Íslandsmeistarar.
Hvetjum ÍR-inga til að mæta og hvetja ÍR liðið í þessari snörpu og hörðu keppni nk. laugardag.
Daginn eftir verður Bikarkeppni ÍR 15 ára og yngri, þar sem ÍR sendir tvær vaskar sveitir til leiks og verður spennandi að fylgjast með þeim í Kaplakrika.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.