Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR-ingar í þriðja sæti í bikarkeppni 15 ára og yngri

Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram í fimmta sinn þann 4. mars í Kaplakrika. ÍR sendi 16 keppendur leiks og hafnaði liðið í 3. sæti með 69 stig á eftir FH og HSK A en með jafnmörg stig og Ármann, nema að ÍR var með fleiri brons. Alls mættu 9 lið mættu til leiks.

Þetta er jöfnun á árangri liðsins árið 2018. Rétt er að geta þess að margir af okkar keppendum eru á yngra ári og því er aðeins á brattann að sækja. Enginn ÍR-ingur sigraði sína grein að þessu sinni en þrír keppendur urðu í 2. sæti og tveir í þriðja sæti. Magnús Örn Brynjarsson varð annar í 400m  og þriðji í 1500m, Bryndís Eiríksdóttir varð önnur í 1500 m og Bergur Sigurlinni Sigurðsson þriði í hástökki. Sveit ÍR í 4 x 200m boðhlaupi stúlkna vann til silfurverðlauna

Óskum ÍR liðinu til hamingju með áfangann.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X