Samtök íþróttafréttamanna hafa birt lista yfir þá tíu íþróttamenn sem hlutu flest atkvæði kjöri samtakanna á íþróttamanni ársins 2018. Þar á meðal er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Árangur Guðbjargar á árinu hefur verið frábær, og hún varð m.a. Ólympíumeistari ungmenna 200 m hlaupi og vann gull í 100 m hlaupi og brons í 200 á EM U18.
Tíu efstu í kjörinu eru:
Alfreð Finnbogason, knattspyrna
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Haraldur Franklín Magnús, golf
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar
Martin Hermannsson, körfuknattleikur
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Valgarð Reinhardsson, fimleikar
Kjöri íþróttamanns ársins verður lýst í Hörpu laugardaginn 29. desember og verður sýnt beint frá athöfninni á RÚV.