Íþróttafélag Reykjavíkur

Kveddu árið með stæl, komdu í Gamlárshlaup ÍR

Gamlárshlaup ÍR

Gamlárshlaup ÍR verður að vanda haldið á gamlársdag og kjörið að kveðja árið með stæl. Þetta er í 43. sinn sem hlaupið fer fram og að þessu sinni veður boðið upp á tvær vegalengdir; 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk. Ræst verður frá Hörpu kl. 12:00.

Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og einn sá allra skemmtilegasti og ávallt ríkir mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Margir hlauparanna mæta í búningum sem setur skemmtilegan svip á hlaupið og eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram á https://www.netskraning.is/gamlarshlaupir/?lang=is&fbclid=IwAR1PfT6Xp-rNdRAscXqI3Y4ljx50N5DZt9GjED8Fbzytgg8Vs8KGa76Wj8E

X