Guðbjörg bætti við öðrum Norðurlandameistaratitli á NMU20

Guðbjörg Jóna Bjarnadottir Norðurlandameistari U20 í 200

Á seinni degi NMU20 héldu Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth uppteknum hætti og urðu í tveimur efstu sætunum í 200 m,  Guðbjörg á 23,49 sek og Tiana á 24,00 sek. Aftur var meðvindur of mikill eða 3,1 m á sekúndu. Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð fimmta í sleggjukasti og  flaug sleggha 54.13 m hjá Elísabetu sem var lang yngst keppenda og á því nokkur ár eftir á þessu móti. Helga Margrét Haraldsdóttir hljóp aukahlaup í 100 m og hljóp á 12.38 sek en vindur var of mikill. Vilborg María Loftsdóttir stökk 11,25m í þrístökki stúlkna og varð í áttunda sæti og  Birgir Jóhannes Jónsson hafnaði í sama sæti í þrístökki pilta með stökki upp á 13,19 m. 

Önnur úrslit voru þau að FH ingurinn Tómas Gunnar Gunnarsson Smith varð í fjórði í kúluvarpi og kastaði 16.42 m. Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki hljóp aukahlaup í 100m og hljóp á 12,24 sek en vindur var of mikill. Sara Hlín Jóhannsdóttir hljóp 3000 m hindrunarhlaup og bætti sig, hljóp á 11:00,53 mín og varð sjötta í mark. Hún hljóp einnig 400 m grindahlaup á 65,46 sek og bætti sinn besta árangur þar og endaði einnig í sjötta sæti. Í sömu grein hjá piltunum hljóp Dagur Fannar Einarsson sitt besta 400m grindahlaup á 57.36 sek og hafnaði í áttunda sæti.

Lið Íslands og Danmerkur hlaut 125 stig í stúlknaflokki og 120 stig í piltaflokki sem skilaði liðinu í fjórða sæti í heildina. Mikilvæg keppni að baki fyrir þetta unga frjálsíþróttafólk til að þjálfa sig upp í að taka þátt í keppni á erlendri grundu sem undirbúningur fyrir stærri og fjölmennari keppnir þar sem samkeppnin er jafnvel enn meiri. Það er frábært hvað FRÍ hefur getað stutt við þessa keppni með því að að senda marga keppendur og að hafa með því góðan hóp af færum þjálfurum.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

 

X