ÍR-ingar í götu- og utanvegahlaupum graphic

ÍR-ingar í götu- og utanvegahlaupum

12.08.2018 | höf: María Stefánsdóttir

ÍR-ingar voru að vanda öflugir í götu- og utanvegahlaupum vikunnar. Í Vatnsmýrarhlaupinu (5 km) 9. ágúst sigraði Arnar Pétursson örugglega á 15:13 mín, Fríða Rún Þórðardóttir varð önnur á 19:35 mín og Hrönn Guðmundsdóttir þriðja á 19:55 mín. Fríða Rún sigraði sinn aldursflokk 40-49 ára og Hrönn sinn 50-55 ára. Arnar og Fríða Rún voru einnig mætt í Brúarhlaupið þar sem boðið er upp á þrjár vegalengdir, en bæði tóku þátt í 10 km hlaupi. Arnar sigraði í karlaflokki á 34:32 mín en Fríða Rún varð þriðja kona í mark á 41.59 mín og sigraði í sínum aldursflokki. Nokkur vindur var á löngum köflum á hlaupaleiðinni og báru tímarnir þess merki. Í 5 km hlaupinu varð Ingveldur Hafdís Karlsdóttir 3. í mark á 20:25 mín.

Í Jökulsárhlaupinu 32,7 km (lengsti kaflinn) sigraði Elín Edda Sigurðardóttir kvennaflokkinn og varð sjötta af öllum í mark á 2:29 klst og Vilhjálmur Þór Svansson varð sjöundi. á 2:34 klst.

Standahlaupið fór einni fram 11. ágúst Þórólfur Ingi Þórólfsson sigraði 10km á 35:15 mín og Hrönn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn með miklum yfirburðum á 43.51mín. Mikill vindur var í hlaupinu sem gerði keppendum erfitt fyrir.

Næst á dagskrá hjá flestum götuhlaupurum er Reykjavíkur maraþonið en þar er keppt í 10km, hálfu maraþoni og heilu maraþoni en maraþonhlaupið er jafnframt Íslandsmótið í maraþoni.

Fríða Rún Þórðardóttir

X