Lenovomóti FH fór fram nú um hekgina í Kaplakrika. Þar hljóp Sæmundur Ólafsson sinn besta tíma í 800m innanhúss, 1:52,83 mín en hann átti best 1:53.49 mín síðan á MÍ fyrir hálfum mánuði. Sæmundur er nú í 6. sæti á afrekaskrá FRÍ í 800m karla innanhúss, glæsilegt það. Ingibjörg Sigurðardóttir hljóp á frábærri bætingu í 400m 57,73 sek. Ívar Kristinn Jasonarson hljóp sitt ársbesta í bæði 200m 21,83 sek og einnig í 60m 7,07 sek.
Upptöku af hlaupi Sæmundar má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=T146-mVn0KY&fbclid=IwAR2k5D9nwbkVqz-jucdV8oznDxw1t9ElB8YFZV44jLmOD8kLegsXlmLwgGY
Auk þessara greina var keppt í fimmtarþraut kvenna. Þar kepptu Helga Margrét Haraldsdóttir og Fanney Rún Óladóttir og urðu þær í 5. og 6. sæti með 3929 stig og 2447 stig. María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði með yfirburðum, og hlaut 4094 stig.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.