Bæting hjá Arnari í 10 km hlaupi graphic

Bæting hjá Arnari í 10 km hlaupi

08.03.2019 | höf: María Stefánsdóttir

Arnar Pétursson ÍR keppti með frábærum árangri í Mönchengladbach í Þýslalandi 3. mars sl. Arnar gerði sé lítið fyrir og sigraði í hlaupinu, fór km 10 á 31:03 mín sem er bæting um 5 sek. Sigur Arnars var sannfærandi en hann var 35 sek á undan næsta manni. Úrslit hlaupsins má finna hér: https://my2.raceresult.com/112349/results?lang=de#5_07AD35

Árangur Arnars er 3. besti árangur Íslendings á þessari vegalengd og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Aðeins Jón Diðriksson og Kári Steinn Karlsson eiga betri tíma, 30.11 mín og 30.18 mín.

Arnar undirbýr sig af krafti fyrir hálfmaraþon sem hann hleypur á laugardag í Haag og heilt maraþon 7. apríl í Rotterdam en Arnar á best 1:07,20 mín í hálfu maraþoni síðan 2018 og 2:28,17 klst í heilu maraþoni síðan 2017.

Óskum Arnari til hamingju með 10km og góðs gengist í hlaupunum sem eru framundan.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X