Fyrri degi er lokið á NM í Umeå. Enginn Íslendingur komst á pall í einstaklingskeppni en sveit Íslands í 4x 100m boðhlaupi stúlkna varð í 2. sæti og bætti metið frá því í fyrra, þær hlupu á 46,56 sek.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð sjötta í 100m á 12.03sek sem er bæting hjá henni, Tiana Ósk Whitworth varð sjöunda á 12.17sek. Hlaupið vannst á 11.72 sek en með besta tíma sínum hefði Tiana getið náð 2. sætinu.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð fimmta í 400m á 56.34 sek sem er hennar 4. besti tími.
Hildigunnur Þórarinsdóttir varð sjötta í þrístökki með 11.90m sem er bæting hjá henni um 30cm og besti árangur íslenskrar konu í þrístökki í ár. Helga Margét Haraldsdóttir varð áttunda í þrístökki með stökki upp á 11.09m.
Fríða Rún tók saman