Norðurlandamóti U20 lokið graphic

Norðurlandamóti U20 lokið

20.08.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Keppni er lokið á NMU20 og hafnaði sameiginlegt lið Íslands/Danmerku í síðasta sæti.

ÍR ingar kepptu í fjölda greina. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði bestum árangri Íslendinganna um helgina, varð önnur í 200m á tímanum 23.87 sek, en vindur var of mikill eða 2,9 m/sek (má vera 2m/s). Frábært hjá Guðbjörgu að komast á pall á svo sterku móti sem NM í þessum aldursflokki er, en rétt er að taka fram að hún verður ekki 16 ára fyrr en í desember og á því nokkur ár eftir á þessu móti. Tiana Ósk Whitworth varð í 8. sæti í 200m hlaupinu á 24.56 sek. Andrea Kolbeinsdóttir varð sjöunda í 3000m hindrun á 11:16,98 mín en hún á best í ár 11:04 mín. Hildigunnur Þórarinsdóttir hljóp 100m grind og varð í 8. sæti á 15.91 sek (löglegur vindur) sem er nokkuð frá hennar besta. Liðsfélagi hennar Irma Gunnarsdóttir varð í 7. sæti. Rut Tryggvadóttir varð í 8. sæti í sleggjukasti með 46,66m sem er um 3 m frá hennar besta.

Fríða Rún tók saman

X